Lög GLF

Golfklúbburinn Lundur

 

Lög félagsins

 

1. grein.

Félagið heitir Golfklúbburinn Lundur, Fnjóskadal ( GLF )

Heimilisfang er Lundur 1, Fnjóskadal, 601 Akureyri.

Heimavöllur félagsins er Lundsvöllur Fnjóskadal

Klúbburinn er aðili að H.S.Þ og G.S.Í

Tilgangur klúbbsins er iðkun golfíþróttarinnar og að glæða og viðhalda áhuga á golfíþróttinni meðal félagsmanna og stuðla að nýliðun í félaginu . Markmiði sínu hyggst klúbburinn ná með því standa fyrir kennslu og æfingum í íþróttinni, mótum og annari félagsstarfsemi sem tengist golfi. Einnig aðstoðar félagið  Lundsgolf  ehf. við uppbyggingu á golfvellinum í Lundi.

2. grein.

Við golfleik skal fara eftir St.Andrew´s golfreglum eins og þær eru á hverjum tíma. Sérreglur setur stjórnin eftir því sem þurfa þykir. Sérhver félagi er skyldur að fara eftir þeim reglum sem stjórnin setur um leikinn og umferð og umgengni á velli og þeim mannvirkjum sem klúbburinn hefur afnot af eða á.

Stjórn klúbbsins skal sjá til þess að leikreglur, umgengnisreglur og siðareglur séu kynntar félögum og þeim jafnan aðgengilegar.

Breytingar sem verða á þessum lögum skal kynna rækilega.

 

 3. grein.

Um inngöngu í klúbbinn skal sækja skriflega. Félagsaðild er opin öllum.

 Inntökugjald er jafnframt árgjald fyrsta ársins eins og er það ákveðið á hverjum aðalfundi.

 

4. grein.

Aðalfundur ákveður árgjald næsta starfsárs að fenginni tillögu stjórnar. Þeir einir er greitt hafa árgjald eða samið um greiðslu þess hafa rétt til afnota af mannvirkjum klúbbsins og þátttöku í mótum á hans vegum. Stjórnin ákveður valla- og flatargjald utanfélagsmann. Þó skal hún að jafnaði leita eftir gagnkvæmum, samningum um aðgang að völlum annara klúbba og auglýsa þau sambönd rækilega.

Stjórnin getur á aðalfundi borið fram og leitað samþykkis tillagna um sérstök aukaframlög klúbbfélaga, annað hvort í formi fjármuna eða vinnustunda.

 

5. grein.

Aðalfundur ákveður árgjöld eftir sérstökum reglum. Gjalddagi er 1. apríl en eindagi 1. maí.

Stjórnin getur sett reglur um afslætti til handa skilvísum félögum og um skiptingu greiðslu í afborganir. Úrsögn úr klúbbnum skal bundin við áramót, enda berist hún ritara fyrir lok desember.

 

6. grein.

Stjórn klúbbsins skipa 5 menn: Formaður, ritari, gjaldkeri og 2 meðstjórnendur. Formaður skal kosinn til eins árs í senn. Aðrir stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára í senn þannig að tveir eru kosnir annað hvort ár.

Á aðalfundi skal einnig kjósa 1 varamann í stjórn til eins árs. Gangi einhver úr stjórn áður en kjörtíma hans líkur skal varamaður taka sæti hans til næsta aðlafundar og þannig koll af kolli. Boði aðalmenn í stjórn forföll þegar stjórnarfundur skal afgreiða mikilsverð mál, skal varamaður kallaðir til að taka sæti þeirra. varamanni skal að jafnaði heimil seta á stjórnarfundum með málfrelsi en ekki atkvæðisrétt.

Stjórnarmenn má endurkjósa gefi þeir kost á sér. Tveim vikum fyrir aðalfund skal stjórnin skipa 3. manna kjörnefnd. Einn nefndarmanna skal vera eða hafa verið í stjórn eða varastjórn.

Kjörnefndin skal leita eftir framboðum til embætta sem kjósa skal í og sjá til þess að a.m.k einn frambjóðandi sé til hvers þeirra. Kjörnefndin ber að gæta þess að eðlileg endurnýjun eigi sér stað í stjórn. Stjórnin getur jafnframt falið kjörnefnd að leita eftir framboðum eða tillögum um skipan nefnda sbr. 8. grein.

 

7. grein.

Stjórnin ákveður sjálf starfstilhögun sína (sjá þó 8. grein). Hún getur ráðið sér launaða aðstoð og fær bein útgjöld greidd úr félagssjóði en vinnur sjálf ókeypis. Hún kemur fram fyrir hönd klúbbsins í fullu umboði hans í öllum málum sem hann varða. Þó þarf samþykki félagsfundar til stórra ákvarðanna sem hafa mikil fjárútlát í för með sér. Stjórnin getur tilnefnt heiðursfélaga ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi, enda leiti hún fundarsamþykktar fyrir því.

Stjórnin skal rækta samband sitt við klúbbfélaga og kynna þeim mikilsverð mál er varða starfsemi klúbbsins á þeim félagfundum, eða opnum stjórnarfundum.

 

8. grein.

Á vegum stjórnarinnar skulu að jafnaði starfa þessar nefndir: 1) Kappleikjanefnd 2)Forgjafarnefnd 3)Aganefnd. Stjórn klúbbsins skipar í nefndir. Þessar nefndir starfa samkvæmt reglum GSÍ. Stjórn er einnig heimilt að skipa aðrar nefndir til starfa eftir því sem þurfa þykir og skulu þeim þá settar starfsreglur. Nefndarformönnum ber skylda til að kalla saman fundi í nefndum a.m.k. 3svar á hverju starfsári og oftar ef þurfa þykir.

 

9. grein.

Aðalfundur er æðsta úrskurðarnefnd í öllum málefnum klúbbsins. Hann skal halda ekki síðar en 30 . nóvember ár hvert. Á öðrum tímum ársins getur stjórnin boðað til almenns félagsfundar ef henni þykir henta eða ef 10 félagar æskja þess skriflega með rökstuðningi. Slíkan fund skal halda innan þriggja vikna frá móttöku slíkrar beiðni. Aðalfund og aðra félagsfundi skal auglýsa með 10 daga  fyrirvara, og telst rafpóstur og auglýsing á heimasíðu, fullgild boðun. Á fundarboði skal tilgreina dagskrá. Tillögur til lagabreytinga eða breytinga á starfstilhögun skulu hafa borist fyrir 15. október og skulu þær kynntar í aðalfundarboði.

 

 10. grein.

Reikningsár klúbbsins er frá 1. október til 30. september. Endurskoðaðir reikningar skulu lagðir fyrir aðalfund til samþykktar.

 

11. grein.

Þessi skulu störf aðalfundar:

  1. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári
  2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis.
  3. Umræður og atkvæðagreiðsla um tillögur samkv. 9. grein.
  4. Kosning stjórnar og varamanna í stjórn.
  5. kosnir tveir skoðunarmenn og einn til vara.
  6. Önnur mál.

 

12. grein.

Aðalfundur er löglegur og ályktunarhæfur um öll málefni klúbbsins sé löglega til hans boðað. Afl atkvæða ræður úrslitum á fundum.

Atkvæðisrétt hafa þeir félagar sem náð hafa 16 ára aldri. Til lagabreytinga þarf tvo þriðju atkvæða.

Aðalfundur skal kjósa fundarstjóra og bókara eftir tillögu stjórnar. Í fundarlok skal lesin fundargerð og borin upp til samþykktar. Séu fundargerðir þannig samþykktar og undirritaðar af fundarstjóra og bókara auk viðstaddra stjórnarmanna skoðast þær rétt sönnunargögn um ákvarðanir fundarins.

 

13. grein.

Sérstakur fundur þarf að ákveða hvort klúbburinn hættir starfi. Til þess að þær ákvarðanir teljist lögmætar þurfa tveir þriðju hlutar félaga að vera á fundi og tveir þriðju þeirra að samþykkja tillögu þess efnis. Sé þátttaka ekki næg má boða til nýs fundar innan þriggja vikna og er hann ályktunarhæfur um þetta mál sé hann löglega boðaður enda þótt fyrrgreindri fundarþátttöku verði ekki náð. Við slit á klúbbnum munu allar eignir hans renna inní HSÞ Héraðssamband Þingeyinga.

 

 14. grein.

Lög þessi öðlast þegar gildi.

 

Akureyri, 30.04.2009

 

 

Svćđi

897 0760

Golfklúbburinn Lundur

Fnjóskadal
s. (+354) 860 2962
glf.lundur@gmail.com