Upplýsingar um skála

Veitingaskálinn Stekkur

Á Lundsvelli er glæsilegt 120 fermetra veitinga- og klúbbhús sem stendur á hól við jaðar Lundsvallar og er glæsilegt útsýni frá skálanum fram Fnjóskadalinn. Veitingaskálinn er öllum opinn, ekki bara golfáhugamönnum heldur einnig þeim sem eiga leið hjá og vilja fá sér góðar veitingar og sitja í fögru umhverfi. Veitingasalurinn rúmar um 55 manns í sæti og er eldhúsið búið helstu tækjum og tólum.  Frá veitingaskálanum er glæsilegt útsýni yfir stórann hluta vallarsvæðisins, bæði 9. Hola og 1. teigur eru staðsettar beint fyrir framan skálann.

Þjónusta í skála

Í veitingaskálanum eru seldar ýmsar veitingar eins  og kaffi, bjór, pizzur, sælgæti, ís,  gosdrykkir, kökur, úrval af smurðu brauði og þar má nefna hið vinsæla heimabakaða rúgbrauð með reyktum Mývatns silungi.  Þar er einnig  afgreiðsla Lundsvallar ásamt verslun með ýmsan smávarning tengdan golfinu.

Útleiga á skála

Skálinn er laus til leigu jafn vetur sem sumar. Veitingaskálinn hentar vel til veisluhalda, hvort sem er fyrir afmæli, vinahópa og starfsmanna hópa. Skálann er hægt að leigja með stóru útigrilli einnig er veitingaskálinn í samstarfi við Bautann á Akureyri um matarveislur fyrir hópa.  Gerum tilboð í heildarpakka fyrir hópa og fyrirtæki, þ.e. golf og grillveislu.

Opnunar tími skála

Opnunartími veitingaskálans er alla daga yfir sumarið meðan Lundsvöllur er opinn, en getur verið breytilegur eftir dögum og tíma sumars. Nánar um opnun hér til hliðar.

Sími skálans er 897-0760, einnig er hægt að senda fyrirspurnir og pantanir fyrir hópa á netfangið:  lundsvollur@lundsvollur.is

Svćđi

897 0760

Golfklúbburinn Lundur

Fnjóskadal
s. (+354) 860 2962
glf @ lundsvollur.is